Sko minn hann er alltaf að bæta um betur.

Gaman væri nú að heyra frá þeim McLaren aðdáendum ef einhverjir eru enn eftir.
Þeir McLaren stuðningsmen sem hafa haldið því fram í gegn um tíðina að Alonso sé fílupoki og prímadonna og svo frv hafa nú haft heldur hægt um sig síðan Alonso losnaði frá því niðurdrepandi liði.
Það er ekki annað en hægt að dást að Karakter Alonso sem í upphafi móts fékk mjög lélegan bíl en með bjartsýni, jákvæðni og eljusemi er hann búin að gera bílin betri og betri mót eftir mót og er nú svo komið að McLaren njósnaliðið er orðið uggandi um súna stöðu of eru farnir að apa eftir Alla mínum með því að setja ugga og þess háttar aukahluti á bílinn til að bæta lofflæði bílsins.
Það er orðið svo langt gengið í málleysi Stuðningsmanna McLaren að fiatmenn eru þagnaðir líka.
Ekkert hefur gerst lengi á bloggsíðu HS bræðra eða á blogginu hjá Guðna f1 bloggara sem virðist hafa farið á flug í stað formúlunnar.
Vonandi vinnur Alonso næsta mót hann á það sannarlega skilið öðrum fremur
lifi alonso


mbl.is Alonso segir Renault verða öflugra á seinni hlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er McLaren maður og er reyndar feginn að þinn maður er farinn frá McLaren. Því þá minkaði neikvæðnin í umfjöllununi um liðið. Alanso er ágætur en er enginn töframaður að mínu áliti. Stóð sig svipað og nýliðinn hjá McLaren. Og ekki reið hann feitum hesti frá Mónakó eða Silfurston. Þar tók Barrichello hann í nefið á slakari bíl. En líklega kemur þú með þá afsökun að liðið hafi klúðrað dekkjamálunum. Það er merkilegt að allt sem snýr að Alanso sem er ekki gott er öðrum að kenna. Það er gott að vera bjartsýnn en að lifa í blekkingum hjálpar engum. En skemmtilegir pistlar samt. Gott að einhverjir standa með Alanso sem er gott.

Ómar Már 17.7.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Living with eyes closed is easy" Gústi minn farðu nú að skoða hlutina í samhengi og af raunsæi.  Ég vona að enginn sé svo vankaður að viðurkenna ekki að Alonso er mjög góður ökumaður en hann verður að bæta sig í mannlegum samskiptum svo hann endi ekki eins og hinn fýlupokinn, sem hrökklaðist út úr formúlunni og endaði í Nascar kappakstrinum í USA.

Jóhann Elíasson, 19.7.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Þetta er frábært hjá Gústi, að hræra í þessum Mclaren mönnum. Alltaf sömu viðbrögðin skítkast og svekkelsi. Málið er það að það er enginn ökumaður í Formúlunni eins og Alonso sem getur tekið druslu og gert úr því góðan bíll og unnið stig. Eini ökumaðurinn sem gat þetta var Schumi. Það þarf engar afsakanir fyrir Alonso og þeir sem ekki sjá hlutina í réttu ljósi eru bara með slökkt. Áfram Gústi

Óli Sveinbjörnss, 21.7.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband