Alli minn er flottur á fiat
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Jæja þar skall það á nú er maður komin í fiat liðið vonandi stoppar Alonso svolítið við hjá fiat, það er nefnilega kreppa munið þið hérna á íslandi og það er dýrara nú að skipta um lið en áður fyrr.
Nú þarf að fara að skipta út Renault fötunum aftur í fataskápnum og fylla hann af Ferrari hlutum, kaupa Ferrari rakspíra, fána, sokka og nærbuxur og allt.
Ef að Alli les þetta og getur lesið Íslensku þá eru hérna smá skilaboð til hanns ´´Þetta er orðið ágætt Alli minn nú skulum við hætta að flakka á milli liða, við vinnum bara allt hér um ókomna tíð´´
Lifi Alonso
Athugasemdir
Góður, nafni. Megi Alla farnast vel. Við fransarar sjáum auðvitað á eftir honum frá Renault. Þangað er hann alltaf velkominn aftur - heim.
Ágúst Ásgeirsson, 21.1.2010 kl. 19:54
Aldrei hefur Alonso verið í neinu uppáhaldi hjá mér en það hvarflar ekki að mér að bera á móti því að hann er með betri ökumönnunum sem eru í formúlunni og það að hann sé hjá Ferrari setur mig sem Ferrari-mann í slæma klípu. En hvað verður með þig?????
Jóhann Elíasson, 21.1.2010 kl. 20:08
Ég fylgi mínum manni auðvitað ótrauður, maður skiptir ekki um konu þótt maður flytji eða kaupi sér annan bíl.
Maður lítur bara á björtu hliðarnar það er svo margt sem að Alonso getur gert til að laga fiat liðið, þannig að þetta verður bara skemmtilegt
Gústav J. Daníelsson, 21.1.2010 kl. 20:30
Gott svar. Fleiri mættu vera svona.
Jóhann Elíasson, 24.1.2010 kl. 12:42
Þetta gæti orðið skemtilegt tímabil, 4 heimsmeistarar, allir hjá topp liðum ásamt fleiri hörku ökumönnum eins og Vettel, Massa og Kubica svo einhverjir séu nefndir.
Vona bara að það sé búið að útiloka lögfræðinga liðið frá keppni þetta árið, ekki fleiri skandala takk fyrir!
Einar Steinsson, 26.1.2010 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.