Ég er ekki hættur....ó nei..

Þótt að ég sé ekki lengur meðlimur í formúluklúbbi HS bræðra er ekki þar með sagt að ég sé hættur að blogga um formúluna.
þó að maður skipti um vinnu þá skiptir maður ekki um áhugamál né skoðun á formúlunni.
Á þessari bloggsíðu eiga eftir að fara fram mjög jákvæðar umfjallanir um hann Alla minn (Fernando Alonso) Smile  sem er besti F1 ökumaður allra tíma í nútíð, þátíð og framtíð.

Meira síðar.
Kveðja
Gústi Lang lang lang flottasti

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Velkominn inn á formúlubloggið Gústi á þinni eigin síðu. Þú ert þá semsagt hættur að skrifa á HS blogginu ef ég skil þig rétt?

Jæja, hvernig líst þér á Alla vin þin þessa dagana...? Akandi um með þyngingar í bílnum til að blekkja og brosa svo bara með póker-face...

McLaren-kveðja...Guðni

gudni.is, 21.2.2008 kl. 01:08

2 identicon

Er ástæða fyrir því að merkingarnar á rúnónum hér fyrir ofan eru öfugar? Tnegist það honum Alla þínum eitthvað?

silli 21.2.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Lengi lifi nafni. Megi þinn maður verða sprækur í ár, það vonum við hér í Frakklandi!

Ágúst Ásgeirsson, 21.2.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Michael Schummacer er besti formúluökumaður allra tíma svo einfalt er það

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 21.2.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Gústav J. Daníelsson

Sæll Guðni,
nei það er ekki þar með sagt að ég sé hættur að skrifa á HS bræðra síðuna ég á eftir að skrifa alveg heilan helling af athugasemdum á þá síðu því að ég reikna með því að bullararnir þar fari hamförum eftir að ég gef þeim lausan tauminn.
Hann Alli minn er flottur og verður alltaf flottari já hann á eftir að koma skemmtilega á óvart á þessu keppnistímabili hann er farin að brosa og allt.

Sæll Silli fræni.
Það er alltaf sama sagan með þig þú tekur eftir öllu nei það er engin sérstök ástæða fyrir þessum merkingum nema smá fotoshoop mistök þetta þarf að laga.

Sæll Nafni.
Takk fyrir langlífisóskirnar já vonandi verður þetta ár ár Alonso hann á það skilið

Sæll Kristján.
Vilt þú ekki bara horfa á handbolta þú ert svo rosalega góður í því  ???

Gústav J. Daníelsson, 11.3.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband