Já ábyggilega eða ekki
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Nú þykir mér fiat vera orðnir stöndugir, þeir eru farnir að ráðleggja benz köllunum hvernig eigi að hanna stýri.
Þeir ættu nú kanski ekki að vera ráðleggja öðrum mikið meðan þeir ná ekki að komast í mark.
Á kappaksti puntur is er eftirfarandi haft eftir hinum snælduruglaða Ron Dennis.
,,Kovalainen var að rífa filmu af hjálmskyggninu þegar hann rakst óvart í takkann á stýrinu, sem notaður er til að takmarka hraða ökumanna í þjónustuhléum, sagði Ron Dennis hjá McLaren um málið. Kovalainen hafði ekið vel, var á leið í fyrsta eða annað sætið þegar öryggisbíll kom út og rústaði möguleikum hans á slíkum árangri. Hann féll í fimmta sæti, en náði framúr Alonso með snilldar framúrakstri.
Það eru alveg frábærar afsakanirnar hjá Denna dæmalausa þar sem að hann er að reyna að bjarga andliti liðsins með lélegum afsökunum, rakst óvart í takkann he he he hvað næst.
Svo klikkar hann út með því að kenna öryggisbílnum um að koalabjörninn náði ekki öðru sætinu.
Og svo er pulsínan í rúsínuendanum að tala um hvað hann náði að aka flott fram úr Alla mínum en minnist ekki á að hann var aðeins nokkur sekúntubrot fyrir framan hann og þar með var frægðin búin.
Maður dagsins var tvímælalaust Alli minn sem vann sig úr 12 sæti á ráspól og í það fjórða.
Lengi lifi hann húrra húrra húrra.
Gene segir hraðastillinn hafa haft titil af Hamilton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú sérð það nafni, að klausan sem þú vitnar til, er með alvarlegri dellu. Skoðaðu síðustu setninguna, þar stendur hreinlega að Kovalainen hafi komist fram úr Alonso aftur! Ekki satt? Í frétt sem mbl.is var með löngu á undan þessari um atvikið útskýrði Kovalainen sjálfur hvað gerðist.
Og nýjast er að McLaren ætlar að breyta stýrinu svo svona lagað gerist ekki þriðja sinni. Hamilton tapaði titlinum í fyrra í Brasilíu með því að ýta á þennan ólánstakka í kappakstrinum, segja þeir.
Ágúst Ásgeirsson, 20.3.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.