Alonso kemur í dag. (Þetta var að aprílgabb).
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Neðangreind frétt var að sjálfsögðu aprílgabb en hugmyndin um að stofna Alonsoklúbb á Íslandi er samt hin besta hugmynd og er aldrei að vita nema að hún verði framkvæmd fljótlega.
Fernando Alonso hefur boðað komu sína til landsins í dag á leið sinni til Bahrein, en hann ætlar að hlaða batteríin hér og fara m.a í Bláa lónið.
Hann kemur að sjáfsögðu við hjá aðdáendum sínum og verður viðstaddur formlega stofnun Alonsoklúbbsins á Íslandi í húsnæði Bláa lónsins.
En það mun verða fyrsti formlega stofnaði f1 klúbbur landsins.
Allir sem hafa áhuga á að hitta einn besta F1 ökumann allra tíma eru hvattir til að koma og berja goðið augum ásamt því að fá eiginhandaráritun, en Alonso mun verða í anddyri Bláa lónsins á milli 21:30-22:30.
Sjáumst þar.
Schumacher í stað Massa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verður ekki bara einn í Alonso-klúbbnum, verður þú ekki formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari?
Jóhann Elíasson, 3.4.2008 kl. 12:43
Nei nei nei þetta verður stæðsti F1 klúbbur landsins.
Gústav J. Daníelsson, 3.4.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.