Hvers vegna ætti hann að fara frá Renault ??
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Þegar Alonso verður krýndur heimsmeistari í lok yfirstandi formúluvertíðar þá hætta þessir papparassar að spá og spekúlera í hvort að Alli minn verði eða fari frá Renault.
Alonso er tvöfaldur heimsmeistari á Renault bíl og þótti það ekki gáfulegt að spá honum heimsmeistaratitli í fyrsta sinn er hann krækti í þann titil, þá var talað um að bíllin væri of hægur og ekki nógu góður og engin myndi sigra Shumma og svo frv. En hann Alli minn sýndi þá úr hverju hann er gerður og gaf skít í alla böl spámenn og niðurtalara og varð tvöfaldur heimsmeistari í þessum hægfara slæma og allt til foráttu bíl.
Þetta ár er fjórða árið í röð sem að ég hef spáð Alonso titlinum og hafa menn verið mög duglegir að tjá sig hve spádómar mínir séu vitlausir en tvisvar hafa þeir ræst og í fyrra var það Ron Dennis að kenna að Alonso varð ekki heimsmeistari með því að setja Hammilton sem fyrsta ökumann á fyrsta ári enda kom á daginn að Hamilton stóðst ekki pressuna og glopraði sínu eina tækifæri til að verða heimsmeistari niður.
Ég er sannfærður um að ef að það er einhver formúluökumaður í heiminum sem að getur dregið Renault liðið aftur upp úr þessari lægð aftur þá er það hann Alli min.
Heimurinn má hlægja núna þegar ég spái Alonso heimsmeistaratitli, en ég ætla að hlægja að heiminum þegar Alonso heldur á heimsmeistaratitlinum í vertíðarlok
Alonso neitar því að eiga útgönguleið í samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á hvað lyfjum ert þú?
Alanso verður ekki einu sinni á palli þegar árið hefur verið gert upp, ekki nema að Ron Dennis svindli aftur á þessari vertíð
Tífosi
Steinþór Ásgeirsson, 4.4.2008 kl. 08:36
Ég stend með þér Gústav, þessir tveir á undan mér eru bara rugludallar. Þetta er nákvæmlega rétt hjá þér Alonso verður heimsmeistari þessa vertíð. Tala um að menn séu á lyfjum, sjáði hvað menn þetta eru Alonso, Briatore, Pat Symmonds og fleiri snillingar. Svona kokteill getur ekki klikkað. Áfram Gústav halda uppi merki besta og íþróttamesta ökumanni allra tíma.
Óli Sveinbjörnss, 4.4.2008 kl. 15:30
Alonso er bara þéttur ökumaður. Frábær.
Það hljóta allir almennir áhugamenn að vilja að honum gangi vel. MacLaren og Ferrari eru risarnir í þessu og hafa meiri pening og þess vegna er gott að Alonso getur skákað þeim.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.4.2008 kl. 16:31
Ég vona það að Alonso nái að landa eins og einu stigi um helgina bara Gústa vegna. Annars verður þetta frekar rauð helgi eins og æfingarnar hafa sýnt. Hamilton var mjög fínn út í vegg í dag. Þetta verður Massagott um helgina og tvöfaldur sigur Ferrari ekki spurning.
Sveinn Hans Gíslason 4.4.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.